Þetta hefur verið annasöm vika og ég er svo brjálæðislega fegin að það sé loksins komið föstudagskvöld. Ég er ekki með nein plön fyrir helgina en sé fyrir mér góðan svefn, göngutúr, heitt súkkulaði (elska að fara á Súfistann eftir göngur og fá mér heitt súkkulaði með miklum rjóma) og að sjálfsögðu góðan mat. Kvöldinu í kvöld ætlum við hins vegar að eyða í sjónvarpssófanum og á meðan ég bíð eftir að The voice byrji má ég til með að gefa uppskrift af pastarétti sem við gerðum um daginn og var svo góður. Ég er veik fyrir pastaréttum og eftir að ég keypti mér æðislegan parmesan fyrr í mánuðinum hef ég nýtt hvert tækifæri til að vera með rétti sem hægt er að rífa hann yfir. Þvílík veisla segi ég bara!
Pasta með beikoni, sveppum og sólþurrkuðum tómötum (uppskrift fyrir 3)
- 250 g beikon
- 150 g sveppir
- 2 skarlottulaukar
- 1-2 hvítlauksrif
- 1 dós sýrður rjómi (180 g)
- 2,5 dl rjómi
- 4 sólþurrkaðir tómatar + 3 msk af olíunni
- salt og pipar
- 1-2 dl af vatninu sem pastað var soðið í
- 2 msk fínrifinn parmesan ostur
Sjóðið pasta í vel söltu vatni, samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
Skerið beikonið í bita og steikið. Hellið fitunni af pönnunni. Hakkið laukinn, hvítlaukinn og sólþurrkuðu tómatana, skerið sveppina í fernt og bætið á pönnuna. Steikið áfram í nokkrar mínútur. Bætið sýrðum rjóma, rjóma og olíunni frá tómötunum á pönnuna og látið sjóða í nokkrar mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Bæti smá af vatninu sem pastað var soðið í á pönnuna og sjóðið áfram í nokkrar mínútur. Takið pönnuna af hellunni og hrærið parmesan í sósuna. Berið fram með pasta og ferskrifnum parmesan.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í
