Quantcast
Channel: Pasta – Ljúfmeti og lekkerheit
Viewing all 32 articles
Browse latest View live

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

$
0
0

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Í gærkvöldi kom ég í seint heim og þá hentaði ósköp vel að eiga hráefni í einfaldasta og fljótgerðasta pastarétt sem ég veit um. Kvöldmaturinn var kominn á borðið á innan við 15 mínútum eftir að ég kom heim og var svo dásamlega góður.

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Ég nota ferskt tortellini í þennan rétt, það þarf að sjóða í 1 mínútu og er mjög gott. Salvíusmjörið tekur nokkrar mínútur að útbúa og þá er rétturinn tilbúinn. Ég bar hann fram með hvítlauksbrauði ásamt vel af parmesan og smá rauðu í glasinu. Dásemdar veislumatur!

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri (uppskrift fyrir 2)

  • 50 g smjör
  • 10 fersk salvíublöð
  • 1½  msk hunang
  • 2 msk balsamik edik
  • maldonsalt
  • svartur pipar úr kvörn
  • parmesan
  • Ferkst tortellini, gjarnan með ostafyllingu eða skinku- og ostafyllingu

Bræðið smjörið í potti (eða á lítilli pönnu) og bætið salvíublöðunum í. Látið malla við miðlungsháan hita þar til smjörið hefur brúnast. Bætið hunangi og balsamik ediki saman við og smakkið til með salti og pipar. Sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Blandið sósunni saman við nýsoðið tortellini og stráið ríkulega af rifnum parmesan yfir.

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöriHér hefur smjörið verið brætt og salvíu bætt á pönnuna

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöriHér er smjörið tekið að brúnast

Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri

Hér hefur hunangi og balsamik edik verið bætt saman við. Tilbúið!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 



Æðislegur pastaréttur á svipstundu

$
0
0

Æðislegur pastaréttur á svipstundu

Hér heima hefur jólatónlistin hljómað, allt er hvítt úti og við vorum að enda við að borða svo góðan mat. Jólamánuðurinn er að ganga ljúflega í garð, með hvítri jörð og notalegheitum. Mér þykir svo notalegt að láta jólalögin hljóma í desember og má til með að benda ykkur á yndislega jólaplötu, She & Him Christmas Song. Plötuna má finna í heild sinni á Spotify. Önnur jólaplata sem ég hlusta mikið á heitir Winterland Sú plata hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan hún kom út árið 2010 og má sömuleiðis finna á Spotify.

Æðislegur pastaréttur á svipstunduÆðislegur pastaréttur á svipstundu

En að máli málanna, ég veit ekki hversu oft ég hef eldað þennan pastarétt því það er svo fljótlegt að gera hann og við fáum ekki leið á honum. Þetta er sannkallaður veislumatur sem maður reiðir fram á korteri. Ég ber pastað oftast fram með snittubrauði og pestói. Í kvöld prófuðum við nýtt pestó, Fiery chilli pestó frá SACLA og vorum stórhrifin af því. Bragðmikið og bragðgott! Ég ætla að nýta það sem eftir er af krukkunni næst þegar við verðum með ostabakka. Ég sem ætlaði að reyna að borða minna af brauðmeti gat ekki hamið mig og vil ekki vita hvað ég fékk mér margar sneiðar af brauðinu með pestói… ég hef engan sjálfsaga þegar kemur að svona góðgæti.

Æðislegur pastaréttur á svipstunduÆðislegur pastaréttur á svipstundu

Ítölsk pastasósa 

  • 1 grillaður kjúklingur (snjallt að kaupa hann tilbúinn)
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar frá SACLA
  • 70 g spínat
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 dl rjómi
  • salt, pipar og paprikukrydd
  • furuhnetur (yfir réttinn, má sleppa)
  • parmesan (yfir réttinn, má sleppa)

Skerið kjúklinginn í bita og hakkið bæði sólþurrkuðu tómatana og hvítlauksrifin. Hitið olíu (t.d. olíuna af tómötunum) eða smjör á pönnu og setjið sólþurrkuðu tómatana, hvítlaukinn, kjúklinginn og spínatið á pönnuna. Steikið saman um stund og hellið síðan rjómanum yfir og látið sjóða í 5-10 mínútur. Smakkið til með salti, pipar og paprikukryddi.

Æðislegur pastaréttur á svipstunduÆðislegur pastaréttur á svipstunduÆðislegur pastaréttur á svipstundu

Ristið furuhnetur og sjóðið pasta, og berið fram með pastasósunni. Berið strax fram, með parmesan og svörtum pipar í kvörn.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP


Pastagratín úr því sem til er!

$
0
0

Pastagratín með því sem til er!

Ísskápurinn hjá mér hefur verið stútfullur upp á síðkastið en samt einhvern veginn ekkert til sem mig langar að gæða mér á. Ég tók því ákvörðun um að kaupa sem minnst í matinn og reyna frekar að nýta það sem til er. Það er svo fínt að losa aðeins pláss fyrir jólin, þegar alvöru kræsingar taka yfir. Kræsingar sem mig langar til að borða og mega gjarnan fylla bæði ísskáp og skápa.

Pastagratín með því sem til er!

Það getur oft ýmislegt skemmtilegt og gott komið úr svona skápatiltektum. Eins og þetta pastagratín sem eitthvert barnanna stakk upp á að við myndum hafa aftur á jólunum! Sama og þegið, en gott var það.

Pastagratín með því sem til er!

Ég vissi að það leyndist ýmislegt í grænmetisskúffunni og fór því í búðina og keypti piparost. Restina átti ég til hér heima. Uppskriftin er ekki heilög heldur bara til viðmiðunar og ég veit að það hefði til dæmis verið stórgott að hafa sæta kartöflu þarna með. Úr þessu varð kvöldmatur sem dugði okkur í tvo daga, og það eina sem ég keypti var einn piparostur. Grænmetið var komið á síðasta snúning og hefði annars endað í tunnunni. Hvítlauksbrauð fer vel með og gerir máltíðina enn drýgri.

Pastagratín með því sem til er!

Pastagratín úr því sem til er

  • 1/2 púrrulaukur, skorinn í strimla
  • 1/2 rauðlaukur, hakkaður
  • 1 græn paprika, skorin í bita
  • 150 g sveppir, skornir í fernt
  • 5 kartöflur, skornar í bita
  • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 5 dl rjómi
  • 1 piparostur
  • maldon salt
  • pipar
  • paprikukrydd
  • cayenne pipar
  • 1 grænmetisteningur
  • 500 g pasta (ósoðið)

Bræðið smjör á pönnu og steikið kartöflur og hvítlauks við miðlungsháan hita (stilling 4 af 9) í 5 mínútur. Bætið púrrulauk, rauðlauk, papriku og sveppum á pönnuna og steikið áfram í 5 mínútur til viðbótar. Hellið rjóma yfir og bætið niðurskornum piparosti og grænmetisteningi á pönnuna. Látið suðuna koma upp og sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Smakkið til með salti, pipar, paprikukryddi og smá cayenne pipar.

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Takið smá af pastavatninu og hrærið saman við grænmetissósuna á pönnunni. Hellið vatninu frá pastanu og setjið pastað í eldfast mót. Hellið grænmetissósunni yfir og blandið öllu vel saman. Stráið osti yfir og setjið í 180° heitan ofn þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með parmesan og hvítlauksbrauði.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP


Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

$
0
0

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Í byrjun árs gaf Chrissy Teigen út sína fyrstu matreiðslubók og í hreinskilni sagt hafði ég ekki hugmynd um hver manneskjan var fyrr en ég sá matreiðslubókina hennar dúkka upp sem nýjung á Amazon. Bókina keypti ég þó samstundis, enda var henni lofað víða, og ég verð að segja að það hefur verið gaman að skoða hana og hún hefur verið mjög fínt hilluskraut þetta ár.

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á instagram færslu hjá Crissy Teigen, sem Malín hefur upplýst mig um að er eiginkona John Legend, þar sem hún skrifaði að Spaghetti Cavio E Pepe væri vinsælasti rétturinn úr bókinni hennar og að hún vissi ekki um neinn sem væri ekki hrifin af honum. Þar með var forvitni mín vakin og ég ákvað að prófa að elda úr þessari æðislegu matreiðslubók sem ég varð svo nauðsynlega að eignast í upphafi árs.

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Rétturinn var góður en svakalega sterkur! Mér leist ekkert á blikuna þegar ég settist niður og tók fyrsta bitann en hann var samt svo bragðgóður að við gátum ekki hætt að borða fyrr en rétturinn var búinn.  Ég mæli því með að fara varlega í piparinn og byrja á 1 teskeið. Ég bar réttinn fram með hvítlauksbrauði og hvítvíni, við vorum 4 í mat og allt kláraðist upp til agna. Stórgott!

Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu – uppskrift fyrir 4

  • Maldon salt
  • 340 g spaghetti (ósoðið)
  • 120 g beikon, skorið smátt
  • ¼ bolli  extra-virgin ólífuolía
  • 3 msk fínhakkaður hvítlaukur (uþb 4 stór hvítlauksrif)
  • 1 tsk rauðar piparflögur
  • 2 tsk nýmalaður svartur pipar (ég mæli með að byrja á 1 tsk!)
  • ¼ bolli ferskur sítrónusafi
  • 1 ½ bolli ný rifinn parmesan ostur
  • 3 bollar klettasalat

Sjóðið spaghetti í stórum potti með vel söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið frá 1 bolla af vatninu sem spaghettíið var soðið í, áður en vatninu er hellt af soðnu spaghettíinu.

Á meðan spaghettíið sýður er beikonið steikt yfir miðlungsháum hita þar til það er orðið stökkt (tekur um 7-9 mínútur). Bætið ólífuolíu á pönnuna ásamt hvítlauk, rauðum piparflögum og svörtum pipar og steikið í um 1 mínútu. Bætið sítrónusafa og spaghetti á pönnuna og hrisstið vel saman þannig að sósan dreifist um spaghettíið. Bætið parmesan ostinum saman við og blandið öllu vel saman, bætið spaghetti vatninu smátt og smátt út í þar til réttri áferð er náð. Bætið að lokum klettasalati saman við og blandið öllu vel saman í um 1 mínútu. Smakkið til með rauðum piparflögum, salti og pipar. Berið fram með ferskum parmesan osti.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 

 


Pasta með salami og blaðlauki

$
0
0

Pasta með salami og blaðlauki

Fyrsti í aðventu er um helgina og því langþráð helgi að renna upp. Hér er búið að bíða með eftirvæntingu eftir aðventukaffinu síðan í lok sumars og núna þegar loksins er komið að þessu þá verður Malín að vinna og Gunnar á æfingu um miðjan sunnudaginn. Við þurfum því að finna góða lausn á málinu. Annað hvort höfum við aðventumorgunkaffi eða kvöldkaffi. Bæði hljómar vel í mínum eyrum.

Pasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlauki

Við ætlum að setja aðventuljósin í gluggana um helgina og jafnvel fær smá jólaskraut að koma úr kössunum. Aldrei þessu vant er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim inn, þannig að desembermánuður mun vera laus við hlaup á milli verslanna og aðallega snúast um að njóta lífsins. Nú þegar eru tvenn jólahlaðborð bókuð ásamt skötuveislu á þorláksmessu og Baggalútstónleikum um miðjan mánuð. Þess á milli ætla ég að dunda mér við smákökubakstur, fara í jólaboð og skemmta mér í jólasaumaklúbbum og vinkonuhittingum. Það sem ég ætla að njóta!

Pasta með salami og blaðlauki

Ég er kannski sein á boltann en ég rakst á ferskt grænmetispasta í búðinni um daginn. Ég vildi að ég hefði uppgötvað það fyrr því pastað er með 40% grænmeti í deiginu og er súpergott! Ég prófaði að nota brokkólípasta í pulsupastaréttinn við miklar vinsældir hjá krökkunum. Í rétti sem inniheldur nánast eingöngu pulsur, rjóma og ost þá var gott að vita af grænmeti þar með.  Síðan prófaði ég gulrótapasta í æðislegan pastarétt og útkoman var svo góð að Jakob spurði hvort við gætum ekki haft þetta á jólunum! Rétturinn passar bæði sem hversdagsréttur eða með góðu hvítlauksbrauði og rauðvíni um helgar. Það tekur svo stuttan tíma að útbúa réttinn og hann er hreint út sagt súpergóður. Vert að prófa!

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og púrrlauk – uppskrift fyrir 4

  • 1 pakki Pastella með gulrótum
  • 100 g Frönsk salami
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1,5 dl sýrður rjómi
  • 1,5 dl rjómi
  • 1 msk chilisósa
  • salt og pipar
  • 1 kúla af ferskum mozzarella

Hitið ofninn í 200°.

Sjóðið pastað í söltu vatni í 2-3 mínútur. Leggið til hliðar.

Skerið salami í strimla og hakkið blaðlaukinn. Steikið á pönnu við miðlungsháan hita þar til laukurinn er farinn að mýjkjast. Bætið sýrðum rjóma, rjóma og chilisósu á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. Bætið pastanu út í sósuna og blandið vel saman. Setjið yfir í eldfast mót og leggið sneiddan mozzarella yfir. Bakið þar til osturinn hefur bráðnað.

Pasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlaukiPasta með salami og blaðlauki

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP


Pylsupasta sem rífur í

$
0
0

Pylsupasta sem rífur í

Í einum af dýrustu og annasömustu mánuðum ársins passar kannski vel að koma með uppskrift af pastarétti sem tekur lítið úr buddunni og örskamma stund að útbúa. Þessi pastaréttur er svo brjálæðislega góður að það hálfa væri nóg. Ég fer varlega í cayenne piparinn út af krökkunum en það má auðvitað bæta honum yfir réttinn þegar hann er kominn á diskinn og þar með velur hver og einn styrkleikann á réttinum.

Pylsupasta sem rífur í

Pulsupasta sem rífur í

  • 10 pulsur
  • 1 græn eða rauð paprika
  • 2 skarlottulaukar
  • 3 dl rjómi
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1/2 dl sweet chili sósa
  • 1 tsk oregano
  • salt
  • svartur pipar
  • cayenne pipar

Skerið pulsurnar niður í bita og steikið á pönnu ásamt papriku og skarlottulauk þar til aðeins mjúkt. Bætið rjóma, sýrðum rjóma, oregano og sweet chili sósu á pönnuna og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti, svörtum pipar og cayenne pipar. Látið sjóða saman í um 5 mínútur.

Berið fram með pasta og nýrifnum parmesan.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP


Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

$
0
0

 

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Það hefur verið mikið beikonæði hjá strákunum hér á heimilinu undanfarnar vikur og á tímabili kom ég varla heim úr vinnunni án þess að beikonlykt tæki á móti mér. Ég ákvað að lokum draga úr beikoninnkaupum því það getur bara ekki verið neinni manneskju gott að borða svona mikið beikon.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Ég bauð þó upp á fljótlegt carbonara hér í síðustu viku við miklar vinsældir. Svo miklar að það var ekki svo mikið sem ein makkaróna eftir af matnum! Réttinn tekur örskamma stund að gera, er með fáum hráefnum og hentar því fullkomlega í amstri dagsins.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

Makkarónu carbonara – uppskrifti fyrir 5

  • 500 g makkarónur (ósoðnar)
  • 300 g beikon
  • 6 eggjarauður
  • 150 g parmesan, rifinn
  • salt og pipar

Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið um 1-2 dl af pastavatninu frá áður en því er hellt af soðnum makkarónunum.

Skerið beikonið í teninga/sneiðar. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið beikonið þar til það er orðið stökkt. Bætið makkarónum á pönnuna ásamt parmesanostinum. Hrærið saman þannig að osturinn bráðni. Bætið pastavatni saman við þannig að blandan fái mjúka áferð. Takið pönnuna af hitanum og hrærið eggjarauðum saman við. Smakkið til með salti og vel af pipar. Berið fram með auka parmesanosti.

Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!Makkarónu carbonara með aðeins 4 hráefnum!

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP


Tælenskt kjúklingapasta frá California Pizza Kitchen

$
0
0

Við Hannes erum á leið til Bandaríkjanna síðar í mánuðinum og ég hef undanfarin kvöld verið að skoða veitingastaði þar. Ég bóka alltaf borð áður en ég fer erlendis, bæði því mér þykir svo gaman að vera búin að hugsa út staði til að borða á og líka til að koma í veg fyrir að við endum dauðþreytt eftir daginn á næsta nálæga veitingastað. Reynslan hefur kennt okkur að panta borðin seint, þar sem við erum oftast á þvælingi langt fram eftir degi. Það er svo notalegt að komast aðeins upp á hótel, henda sér í sturtu og jafnvel fá sér einn drykk á meðan verið er að hafa sig til fyrir kvöldið.

Ég sé oftast til þess að ná einni ferð á California Pizza Kitchen þegar ég er í Bandaríkjunum en þangað fer ég helst í hádeginu. Það var á tímabili frábær pizza á matseðlinum hjá þeim sem ég síðar fann uppskrift af á netinu og eldaði hér heima. Það er dálítið tímafrekt að gera hana en mér þykir pizzan svo góð og vel þess virði að leggja smá á sig fyrir hana. Uppskriftina setti ég hingað inn fyrir löngu, það má finna hana hér.

Í þessum hugleiðingum rifjaðist upp fyrir mér uppskrift af tælensku kjúklingapasta frá California Pizza Kitchen sem hefur gengið um á netinu. Mér þótti því áhugavert að prófa uppskriftina og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi pastaréttur sló svo í gegn hér heima að ég get ekki hætt að hugsa um hann. Þennan rétt á ég eftir að elda aftur og aftur, svo mikið er víst!

Tælenskt kjúklingapasta – uppskrift frá California Pizza Kitchen

  • 450 g spaghetti
  • 3 msk sesam olía
  • 1 bolli gulrætur, skornar í strimla
  • 2 bollar kínakál, skorið í strimla
  • 2 bollar eldaðar kjúklingabringur, skornar í bita
  • 8 vorlaukar
  • 5 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 1 msk rifið engifer
  • 1/4 bolli hunang
  • 1/4 bolli hnetusmjör (creamy)
  • 1/4 bolli sojasósa
  • 3 msk hrísgrjónaedik
  • 1 – 1,5 msk sriracha hot chilli sósa

Setjið vatn í rúmgóðan pott og hitið að suðu. Bætið 1-2 msk af salti út í vatnið. Bætið spaghetti í pottinn og sjóðið skv. leiðbeiningum á pakkningu. Hellið vatninu frá og hrærið 2 msk af sesamolíu saman við spaghettíið.

Þurrkið pottinn og setjið 1 msk af sesamolíu í hann. Setjið vorlauk (takið fyrst smá af honum frá til að setja yfir réttinn sem skraut), gulrætur, kínakál, kjúkling, hvítlauk og engifer í pottinn. Steikið í 1-2 mínútur og bætið þá hunangi, hnetusmjöri, sojasósu, ediki og Sriracha sósu í pottinn. Hærið öllu vel saman og bætið að lokum spaghettíinu í pottinn. Blandið öllu vel saman. Skreytið með vorlauk og berið fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

 

 



Kjúklingapasta sem rífur í

$
0
0

 

Ég verð að viðurkenna að þessi kuldi er alveg að fara með mig. Eftir vinnu fór ég í heitan tíma í ræktinni (hef varla stigið fæti inn í ræktarsalinn síðan í vor) og mikið var gott að fá smá hita. Gæti jafnvel endað svo að ég fari aftur fljótlega. Maður getur alltaf vonað. Ég hef verið í krónísku letikasti frá ræktinni síðan ég man eftir mér þannig að líkurnar eru ekki með mér.

Við Hannes erum bara tvö í mat í kvöld og hann er á leiðinni heim með sushi. Það liggur hvítvínsflaska í ísskápnum og ég get ekki beðið eftir að setjast niður og eiga notalega kvöldstund. Elska svona hversdagslúxus.

Á meðan ég bíð eftir að Hannes detti í hús með matinn datt mér í hug að setja inn uppskrift af æðislegum pastarétti sem ég var með um daginn. Þessi réttur vakti mikla luku hjá öllum hér heima. Marineringin rífur aðeins í án þess að gera réttinn of sterkann. Súpergott!

Kjúklingapasta sem rífur í (uppskrift fyrir 4)

600 g kjúklingabringur
1 tsk sambal oelek
½ msk rifið engifer
1 hvítlauksrif
2 tsk ólífuolía
1 lime
3 msk balsamik edik
½ sítróna
1 hvítlauksrif
2 msk hunang
250 g spaghettí (ekki soðið)

Skerið kjúklingabringurnar í bita. Setjið sambal oelek, engifer, pressað hvítlauksrif og ólífuolíu í poka. Rífið hýðið af lime-inu og setjið í pokann, skerið það svo í tvennt og pressið safann líka í pokann. Kryddið með salti og pipar. Bætið kjúklingabitunum í pokann og látið marinerast í 30 mínútur.

Steikið kjúklinginn með allri marineringunni. Bætið balsamik ediki, sítrónusafa, pressuðu hvítlauksrifi og hunangi á pönnuna og látið allt sjóða saman þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Sjóðið spaghettí og bætið saman við kjúklinginn (það er gott að setja smá af pastavatninu með). Berið fram með salati.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Pasta í parmesanrjómasósu með hráskinku, mozzarella og basiliku

$
0
0

Ég á enn vinnudag eftir þar til páskafríið hefst og ég get varla beðið. Ekki það að mér leiðist vinnan, síður en svo, heldur verður bara svo notalegt að geta vakað frameftir með krökkunum yfir bíómynd og sofið út á morgnanna.

Ég er búin að vera löt að prófa nýjar uppskriftir upp á síðkastið en gerði þó um daginn pastarétt sem okkur þótti mjög góður. Eins og með flesta pastarétti tók stutta stund að gera réttinn og á meðan einhverjir vildi hvítlauksbrauð með þá fannst öðrum það óþarfi. Sjálfri fannst mér rauðvínsglas fara afskaplega vel með matnum.

Pasta í parmesanrjómasósu með hráskinku, mozzarella og basiliku – uppskrift fyrir 4-5

  • ca 300 g pasta (ósoðið)
  • ca 1 dl rjómi
  • ca 2 dl rifinn parmesan
  • salt og pipar
  • ferskur mozzarella, rifinn sundur í smærri bita
  • hráskinka
  • fersk basilika
  • furuhnetur, þurrristaðar

Sjóðið pastaskrúfur í söltu vatni, eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið frá ca 1/2 dl af pastavatninu áður en því er hellt af pastanu. Setjið pastað aftur í pottinn og bætið rjóma og rifnum parmesan saman við. Kryddið með salti og pipar. Setjið mozzarella, hráskinku og ferska basiliku saman við. Stráið ristuðum furuhnetum yfir áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með pipar og auka parmesan osti.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Mexíkóostapasta með skinku, papriku og chili

$
0
0

Þegar það liggur grænmeti á síðasta snúningi í ísskápnum, eða afgangar af ostum, þá þykir mér gott að nýta það í pastarétt. Það virðist sama hvaða grænmeti og ostar eru notaðir, útkoman verður alltaf góð. Pastaréttir eru því fullkomnir í ísskápstiltektum. Þessi varð svo góður að ég flýtti mér að skrifa niður það sem fór í hann til að geta endurtekið leikinn.

Mexíkóostapasta með skinku, papriku og chili – uppskrift fyrir 6

  • 2 skarlottulaukar, saxaðir smátt
  • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
  • 1 chili, fræhreinsað og saxað smátt
  • skinka (ég var með hálft skinkubréf), skorin í bita
  • 1 ½  rauð paprika, skorin í bita
  • 1/2 box sveppir, sneiddir
  • 1 ½ mexíkóostur
  • 1 matreiðslurjómi (5 dl)
  • pasta (ég var með 1 poka, 500 g.)

Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita og mýkið skarlottulauk, hvítlauk og chili í nokkrar mínútur. Hækkið hitann og bætið skinku, papriku og sveppum á pönnuna. Steikið saman í nokkrar mínútur og bætið þá matreiðslurjóma og mexíkóosti (gott að skera hann í litla teninga áður svo hann bráðni hraðar) á pönnuna og látið sjóða saman þar til osturinn hefur bráðnað. Smakkið til með salti.

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og blandið saman við sósuna. Það getur verið gott að setja smá af pastavatninu í pastasósuna til að þynna hana.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Pasta með pepperóní og sveppum í hvítlauksostasósu

$
0
0

Það er orðið langt síðan ég setti pastauppskrift hingað inn en pastaréttir eru alltaf vinsælir hér heima. Pastaréttir eru líka frábærir til að nýta grænmeti og álegg sem eru að syngja sitt síðasta. Ef sósan er góð þá þykir mér útkoman aldrei klikka.

Núna prófaði ég að gera sósu úr laktósafría kryddostinum og rjómanum frá Örnu og útkoman var hreint út sagt æðisleg. Það varð smá afgangur sem fór í nestisbox og var borðaður með bestu lyst daginn eftir. Hér fer ekki arða til spillis!

Pasta með pepperóní og sveppum í hvítlauksostasósu

  • 400 g (ósoðið) pasta
  • 1 sóló hvítlaukur eða 2-3 hvítlauksrif
  • 1-2 msk smjör
  • 250 g sveppir (1 askja), sneiddir
  • 150 g pepperóní, skorið í fernt
  • 150 g (1 askja) laktósafrír kryddostur með hvítlauk frá Örnu, rifinn svo hann bráðni hraðar
  • 500 ml laktósafrír rjómi frá Örnu
  • salt og pipar

Bræðið smjör á pönnu og pressið hvítlaukin saman við. Steikið sveppi og pepperóní í hvítlaukssmjörinu og kryddið með pipar. Hellið rjóma yfir og hrærið kryddosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita undir loki á meðan pasta er soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu. Smakkið sósuna til með pipar og salti áður en soðnu pastanu er blandað saman við hana.

*Færslan er unnin í samstarfi við Örnu

Viewing all 32 articles
Browse latest View live