Í gærkvöldi kom ég í seint heim og þá hentaði ósköp vel að eiga hráefni í einfaldasta og fljótgerðasta pastarétt sem ég veit um. Kvöldmaturinn var kominn á borðið á innan við 15 mínútum eftir að ég kom heim og var svo dásamlega góður.
Ég nota ferskt tortellini í þennan rétt, það þarf að sjóða í 1 mínútu og er mjög gott. Salvíusmjörið tekur nokkrar mínútur að útbúa og þá er rétturinn tilbúinn. Ég bar hann fram með hvítlauksbrauði ásamt vel af parmesan og smá rauðu í glasinu. Dásemdar veislumatur!
Tortellini í brúnuðu salvíusmjöri (uppskrift fyrir 2)
- 50 g smjör
- 10 fersk salvíublöð
- 1½ msk hunang
- 2 msk balsamik edik
- maldonsalt
- svartur pipar úr kvörn
- parmesan
- Ferkst tortellini, gjarnan með ostafyllingu eða skinku- og ostafyllingu
Bræðið smjörið í potti (eða á lítilli pönnu) og bætið salvíublöðunum í. Látið malla við miðlungsháan hita þar til smjörið hefur brúnast. Bætið hunangi og balsamik ediki saman við og smakkið til með salti og pipar. Sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Blandið sósunni saman við nýsoðið tortellini og stráið ríkulega af rifnum parmesan yfir.
Hér hefur smjörið verið brætt og salvíu bætt á pönnuna
Hér er smjörið tekið að brúnast
Hér hefur hunangi og balsamik edik verið bætt saman við. Tilbúið!
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í
